luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Maðurinn sem ég bý með, er kominn með læknanúmer og má skrifa út lyfseðla. Það æsir mig:) Grrrrrrrrrrr, skrifaðu handa mér lyfseðil, sexy dýrið þitt!!
Ég meina kommon!! Hvað gæti verið meira æsandi??!!
Og svarið við spurningunni: "Förum við Doddi í kynlífsleiki í læknasloppum?" er að sjálfsögðu

Ég vaknaði í morgun með haus iðnaðarmanns í svefnherbergisglugganum mínum. Ég bý á fjórðu hæð, og var þar af leiðandi ögn brugðið. Auk þess sef ég alltaf ber, þannig að ég var ekki sátt. Það hefði alveg mátt hengja upp miða mín vegna, þar sem varað var við þessu. Eeeen það var ekki gert. Svo nú er ég í runkminninu hjá iðnaðarmanni sem gerir við leka í gluggum. Smart.

Bíddu, ef ég sef ber.............er ég þá klámbekkur??? Þórgunnur???

Ég er að fara á 9. sinfóníu Beethovens á föstudaginn. Sem er mesta snilld ever. Flottasta verk gömlu klassikeranna. Ég hef aldrei orðið fyrir eins miklum hughrifum í bíómynd eins og í lokasenunni í "My immortal beloved". Vatnið lak á milli liða minna á thoracolumbar svæðinu. Jú reyndar hef ég áður orðið fyrir jafn miklum hughrifum. Það var á "Bridges of Madison County". Atriðið á umferðarljósunum í rigningunni. Þegar hann var í bílnum fyrir aftan hana. Þá grét ég svo mikið að tengdamamma varð að hætta að horfa á myndina af meðvirkni. En mér til varnar þá var ég ólétt af Ingvari þá. Ég grenjaði yfir öllu. Ég grét þegar lítill strákur skoraði mark á Pollamótinu. Okei, aftur að aðalatriðinu. Ef einhver sem les þetta er að fara á 9. sinfóníuna, EKKI KLAPPA Á MILLI KAFLA, þá gef ég út veiðileyfi á þig!!

mánudagur, apríl 26, 2004

Ohhhhh ég varð vitni að hræðilegum atburði í hádeginu.
Konan á 1. hæðinni hjá mér var að eiga barn, og ekkert merkilegt um það að segja, enda ekkert merkilegt við það. Nema hvað að í hádeginu var Hrafnaþing af konum, sem komu akandi á bílum og tóku út vagnana sína á planinu. Ætlunin var augljóslega að fara út að ganga saman með vagnana. Ég sneri mér frá glugganum til að kasta upp.
Aldrei, ALDREI mun ég láta sjá mig á þessháttar samkomu. Ég neita að láta draga mig í dilka fyrir það eitt að vera nýbökuð móðir. Eða fyrir það að vera ófrísk ef út í það er farið. Ljósmóðurinni minni finnst nefnilega upplagt að ég byrji í meðgöngujóga eða meðgöngusundleikfimi. Ég færi aldrei í lífinu í sundleikfimi, enda ekki íbúi á elliheimili, en af því að ég er ólétt, þá á mér skyndilega að finnast það prýðileg afþreying. Ég skal fara í jóga, en EKKI í meðgöngujóga, þar sem allir eru með kúluna út í loftið SAMAN. Af því að það er svo æðislegt. Undarlegt að maður eigi ekki bara að jarma alla meðgönguna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er alsorglegasti stjórnmálamaður sem fram hefur komið lengi. Viljalaust verkfæri, strengjabrúða, með álíka mikinn trúverðugleika og Gosi.
Ekki einu sinni hefur þessi kona látið í ljós skoðun sem er hennar eigin. Nei, blessuð konan telur ekki að tekið hafi verið fram fyrir hendurnar á menntamálaráðuneytinu með fjölmiðlafrumvarpinu. Nei, nei, nei. Það var fullkomlega eðlilegt hvernig forsætisráðuneytið kom að málinu. Auðvitað finnst henni það. Hún hefur ekki vit á öðru. Ææææææ.

Sorglegu, sorglegu Danir!!

laugardagur, apríl 24, 2004

Mér gekk bara frekar vel í prófinu í gær.
Hefði reyndar viljað tjá mig meira um æða- og taugavæðingu ristils og endaþarms, þar sem ég hafði lagt mikla áherslu á það. En fékk ekki:(
Well, ég bý að þessari staðgóðu þekkingu ævilangt.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Þetta finnst mér ógisslega fyndið, þar sem ekkert í veröldinu gerir mig jafn meðvirka og pirraða, eins og þegar fólk klappar á milli kafla á sinfóníutónleikum. Sko, svo ég tjái mig aðeins um það. Þá er tónverkum oft skipt í kafla, fyrsti er dramatískur, annar uber hraður og síðasti afar sorglegur, svo dæmi séu tekin. Á milli kaflanna er dauðaþögn hjá hljómsveitinni, og þá tekur ákveðinn hluti áhorfenda (sem fóru pottþétt ekki í tónlistarnám) upp á því að klappa eins og geðsjúklingar, sem setur verkið allt úr skorðum, því hljómsveitin þarf að bíða á meðan. Þetta er svo vandræðalegt. Meðvirkni mín fer upp úr öllu valdi. Er ekki hægt að setja þetta í efnisskrána? Klappa hér. Ekki klappa hér.

Heeeeeeeeeelvíti líklegt að Árni Þór Vigfússon sé saklaus.
"Þetta var bara lán, ekki vissum við að féð var illa fengið:("
EINMITT!!!
Og það besta/versta er, að þeir gætu komist upp með þetta. Það þarf að sanna að þeir hafi vitað að féð var illa fengið. Hvernig er það hægt? Lesa hugsanir aftur í tímann?
Eða er ég bara með hefðbundna íslenska afbrýðisemi yfir velgengi náungans? Mariko gæti haldið því fram.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Bónus ætlar að gefa 15 milljónir til góðgerðamála í tilefni af 15 ára afmæli fyrirtækisins.
Í mars einum komu 460000 viðskiptavinir í Bónus. Ef hver og einn verslar fyrir ca. 5000, eins og ég geri oft, (Margir fyrir 1000 en margir fyrir 10000) þá komu inn 2,3 milljarðar, bara í mars. Þá á eftir að kaupa inn vörur blablabla........ Whatever.
En eftir 15 ára samfellda velgegni ætlar Bónus að styrkja nokkur góðgerðamálefni um 15 milljónir, semsagt reytingur hingað og þangað.
Mér finnst þetta bara ekkert merkilegt, mér finnst þetta ekki nokkurt einasta örlæti og mér finnst hallærislegt að fara með það í fjölmiðla að maður sé að styrkja góðgerðarmálefni. Nafnlaus framlög eru gefin af góðum hug. Auglýst framlög eru .......... jú, bara auglýsing.

Djöfulsins endemis erkihálfviti er Bush!! HANN er ógnun við alheimsfriðinn, ætlar alþjóðasamfélagið ekkert að bregðast við því? Ég hef ekki mikið verið inni í heimsmálunum undanfarið, þar sem áhugi minn hefur legið í blóðvæðingu og ítaugun ristils og endaþarms, auk annara mikilvægra líffæra. En ég datt í Silfur Egils í gærkvöldi. Menn voru á eitt sáttir, hvort sem þeir voru vinstri, hægri, frjálslyndir eða jafnaðarmenn. BUSH ER HÁLFVITI. Og hann er klúðra öllu. Það er allt í verri farveg en þegar hann tók við fyrir 4 árum. Brilliant alveg. Gaurinn er öfgufullt dæmi um stríðsglæpamann og Davíð Oddsson kemur eins og slefandi kjölturakki úr símanum, gegt að tala við forseta ameríku.
Annars verð ég að segja að Ólafur Teitur Guðnason er sá eini af þessum litlu, ungu frjálshyggjutyppum sem hægt er að horfa og hlusta á í svona spjallþætti. Kannski vegna þess að hann er laus við hrokaglottið sem þeir hinir virðast hafa fengið ígrætt.

mánudagur, apríl 19, 2004

Gæti Enrique Iglesias verið öllu betri??
Ég er ekki viss. Það væri þá toppurinn á fullkomnun.

Ég gæti gubbað af leiðindum. Helvítis iður líkamans.

Nýjasta tækni og vísindi kveður. Í umfjöllun um lok þáttarins er sagt að núverandi stef þáttarins sé eftir íslensku hljómsveitina TWorld. Er þetta ekki andskotans kjaftæði? Er þetta ekki lagið Home computer með Kraftwerk? Ég veit ekki betur..........

Hverjum er ekki andskotans sama þótt Héðinn Gilsson leggi skóna á hilluna? Þarf virkilega heila frétt undir þetta í morgunblaði allra landsmanna?

föstudagur, apríl 16, 2004

Mariko elskar Árna Þór þrátt fyrir allt!

Þá getur maður nú andað léttara.....

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Af fjölda bloggfærslna í dag, mætti halda að ég sé byrjuð í prófum. Það er rétt til getið.

Ó mæ god. Það er uber kúl að eiga afmæli sama dag og Jeff Buckley. Það hlaut að vera ástæða fyrir snilld mannsins.


On 17th Nov 1978 ...

The Number 1 single was:
The Boomtown Rats - "Rat Trap"


The Number 1 album was:
Original Soundtrack - "Grease"


Born on 17th Nov:
1937 - Peter Cook ( comedian and vocalist with 'Derek & Clive;' deceased )
1938 - Gordon Lightfoot
1944 - Gene Clark ( vocalist, The Byrds; deceased )
1956 - Peter Cox ( vocalist, Go West )
1966 - Jeff Buckley ( singer-songwriter; deceased )
1980 - Clarke Isaac Hanson ( guitarist and eldest of the Hanson brothers )

Þegar ég kom heim áðan, þá beið mín Fréttablaðið niðri. Ég las forsíðuna á leiðinni upp, enda ágætt að hafa eitthvað að gera þessar fjórar hæðir. Þá rek ég augun í fyrirsögn á forsíðu: Brynja X. Vífilsdóttir: Fer kannski á leik með Real Madrid. Hvur andskotinn. Ég sem ætlaði kannski í sund og enn hafði enginn blaðamaður haft samband. Þegar ég svo las sjálft viðtalið var mér allri lokið. Brynja X. fyrrum sjónvarpsþula og fyrirsæta, það veit sem sagt enginn hvað hún gerir í dag, eða þá að það skipti ekki máli. Hún stefnir að því að opna Karen Millen búð í Madrid, hún er ekki komin með húsnæði. Hún ætlar líklega út að borða í kvöld og kannski á leik með Real Madrid en það þótti henni ekki líklegt. Aðspurð var enginn afmælisdagur öðrum eftirminnilegri. Undir þetta afar upplýsandi og gefandi viðtal fór hér um bil öll blaðsíða 18. Jahérna. Þið ykkar sem haldið að ég sé bitur af því að ég sé svo ljót. Hoppið upp í r........ á ykkur. Ég er dead sexy, og verð flottari og flottari með hverju árinu. Auk þess hef ég heila sem ég get notað og hvað getur maður haft það betra en það??

Ég kom ein suður í gær, Doddi og Gaggsi urðu eftir í góðu yfirlæti fyrir norðan en ég flaug suður í próflestur. Þegar ég kom svo suður var ég eins og tussa breidd á klett. Alveg ónýt á því. Slöpp og vandræðaleg eitthvað, enda nánast veik, þótt ástand mitt flokkist ekki sem sjúkdómur. Allavega, þá kom engillinn hún Barbie og dröslaði mér á kvennafund og svo bauð hún einstæðingnum í mat eftir fundinn. Tannlæknirinn, Ken, hafði eldað hamborgarahrygg með öllu tilheyrandi. Ég var alsæl og hrósaði tannsa óspart fyrir dugnaðinn. Ég er ekki viss um að hann Doddi minn kæmist í gegn um þetta aleinn, þó svo að hann sé orðinn mjög flinkur í fiskréttunum. Maður ætti kannski að láta reyna á það.

Upp hefur komið algengur misskilningur varðandi síðustu færslu mína. Menn halda að hér sé um að ræða 10 ára systur mína, en hún heitir Gyða. Stúlkan sem leggur, eða lagði öllu heldur, hluti á klámbekki, er á 19 ári. Sem gerir færsluna öllu fyndnari heldur en ef barn hefði átt í hlut.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Þórgunnur systir mín er "snillingur". Hér kemur lítil saga af því.
Mamma hafði heyrt Þórgunni fárast yfir því að hitt og þetta lægi á klámbekk. Mamma leiðrétti hana og sagði að þetta væri ekki klámbekkur heldur glámbekkur. Þórgunnur var bara: "Ó, ég hef alltaf haldið að það væri klámbekkur, ég hef alltaf sagt það" Við fórum náttúrlega að böggast í henni, hvað væri eiginlega að henni? Hvað hélt hún að klámbekkur væri? Fannst henni það ekkert furðulegt? Þá klykkti manneskjan út með snilldinni. "Sko, ég hélt að þegar maður setur hlut á eitthvað sem er bert, eins og bert borð, þá væri það klámbekkur. Af því að klám er bert............
Þarna lákum við niður í gólfið af hlátri, hvernig er annað hægt??!!

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Í dag er ég ákaflega þakklát fyrir að vera ekki pitsasendill.

mánudagur, apríl 05, 2004

Ég var á uhh.... áhugaverðum fundi með kennslustjóra læknadeildar um framtíðarskipulag námsins. Niðurstaðan er þessi:
Ég er fokking engu nær.

Ég er 15 mánaða, eða 456 daga gömul í dag:)
Í gærkvöldi leiddi ég fund, sem var ágætis upphitun fyrir stóra fundinn á Föstudaginn langa. Guð minn góður. Hvað var ég að spá að segja já við þessu? Er með nettan niðurgang og svefnleysi yfir þessu. En það hlýtur hafast. Er það ekki?

Frábært!! Nú fær Doddi flog.

föstudagur, apríl 02, 2004

Ég fékk undarlegt símtal.

Maður í Síma: Þóroddur, er hann við?
Allý: Nei hann er ekki við.
MíS: Ertu konan hans?
A: Já.
MÍS: Þetta er hjá Íslandspósti, hvaða sendingu er hann að fá frá Bandaríkjunum?
A: (hugsi) Nú veit ég ekki alveg.
MÍS: Littman. Hvað er það?
A: Jaá, þetta er hlustunarpípan.
MÍS: Hlustunarpípa?! Hvað ætlar hann að gera við hana?!
A: Hann er læknanemi, og var að kaupa sér hlustunarpípu.
MÍS: Já til að hlusta sjúklinga?
A: Já....
MÍS: Já er þetta bara svoleiðis, já þannig........... heyrðu allt í lagi, þakka þér fyrir.
A: Uhh, takk sömuleiðis?

Ein spurning. Var Doddi hársbreidd frá því að gefin yrði út handtökuskipun á hann?
Ef svo er.......þá bjargaði ég honum. Ég er hetja.

Ég gabbaði Dodda nett í gær.
Ég fór með Ingvar í 5 ára skoðun í gær. Það er náttla skemmst frá því að segja að drengurinn er snillingur og kom það afar vel fram þarna. Mig langaði að messa eitthvað í Dodda og fannst þessi skoðun upplagt tækifæri til þess.
Og afþví að Doddi er mjög matjó gaur sem elskar testósterónið sitt afar mikið, þá kom ég heim og sagði að Ingvar væri sennilega bara með eitt eista.............. jafnvel engin.
Doddi var alveg orðlaus og starði framfyrir sig: engin eistu, ja það skýrir ýmislegt. En þeir héldu samt að hann væri með eitt, er það ekki? Ég: Já, en það var ekki mjög líklegt, þeir voru meira svona að vona það.
Og þar sem Doddi stóð með galopinn munninn og tómt augnaráð, þá trylltist ég úr hlátri. Ég hélt ekki út nema í nokkrar mínútur en það voru góðar mínútur.

Það sem Doddi átti við með að það skýrði ýmislegt, er ábyggilega það að Ingvar vill frekar fara að æfa dans en fótbolta.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Ég er með eina góða sögu. Eini gallinn er sá að ég er búin að segja öllum hana, en here goes.
Lítil 6-7 ára frænka hans Dodda var að læra heima með mömmu sinni. Eitthvað gekk þetta ekki vel, og það verður mikil togstreita og pirringur í þeim mæðgum. Nema hvað. Það fauk svo mikið í þá stuttu að hún ákvað að fara að heiman, endanlega, en skildi eftir kveðjubréf handa mömmu sinni:

"ég er farin. bles tusan þín"

Þetta er það albesta sem ég hef heyrt lengi.

Þessi aprílgöbb verða bara betri og betri með hverju árinu. Hvar skyldi þetta enda?